Mæting og nærvera í stuttu máli (v00)

fimmtudagur, 2. mars 2023

Team Polaris

Leiðarvísir

  1. Skráðu alla viðburði klúbbsins tímanlega í dagatalið. Mundu að skrá hvort fundur er skyldumæting eða ekki. Ef það er ekki gert reiknast mæting ekki rétt.
  2. Listi yfir þátttakendur viðburðar er útbúinn þegar þú útbýrð viðburð eða afritar viðburð. Hægt er að ákveða hverjir er þátttakendur:
    • Hægt er að ákveða það í breytum klúbbs,
    • eða, fyrir ákveðna viðburði eins og stjórnarfundi, er hægt að nota viðtakendahópa. ATH. Þá þarf fyrst að fjarlægja sjálfvirkt skráða þátttakendur! Síðan má alltaf bæta við einstökum þátttakendum í listann, bæði úr eigin klúbbi og öðrum.
  3. Á viðburði, eða strax eftir viðburð, þarf að staðfesta mætingu félaga í þátttakendalistanum. Einungis er hægt að staðfesta mæting á fundardegi eða eftir hann. Ef þú notar snjallsíma, hafðu hann þá láréttan, til að sjá stjórnmöguleika.
  4. Bættu við gestum úr öðrum íslenskum klúbbum. Þá er auðvelt að finna, 3 stafir í nafninu er nóg til að leita. Þetta má líka gera á viðburðinum í snjallsíma. Polaris þekkir ekki félaga úr erlendum rótarýfélögum, þeim getur þú veitt mætingarkort klúbbsins.
    • ef þú hefur virkjað skráningu á viðburð, þá þarftu ekki að skrá félaga úr öðrum klúbbum. Þegar viðkomandi skráir sig, færist nafn hans á þátttakendalistann.
    • ef þú notar QR kóða, er engin þörf á að skrá gesti, aðeins og staðfesta mætingu þeirra.
  5. Síðasta skrefið er að loka viðburði. Aðeins þá telur mætinging í mætingarútreikningnum. Ef leiðrétta þarf eitthvað eftir það þarf að enduropna fundinn, lagfæra og loka aftur.

Hver gestur ber ábyrgð á því tryggja að klúbbur sem hann heimsækir skráir mætingu hans í Polaris eða láti hann hafa gestakort. 

Ef félagi í þínum klúbbi hefur fengið gestakort einhvers staðar, þarf ritari eða vefstjóri (CICO) að skrá mætingun sem mætingaruppbót. Aðeins þeir hafa réttindi að félagaskránni sem „kerfisstjóri, öll réttindi“.
Til að skrá mætingu á fundi, þá duga réttindin, „stjórnandi“ eða „mætingarskráning“

Hér er tengill á útskýringum á  Mæting og viðvera.

Free image by Pexels