Heiðursfélagi
Samkvæmt greinum 4.010 og 4.050 í verklagshandbókinni 2016, getur klúbbur aðeins veitt heiðursaðild til rótarýfélaga í öðrum klúbbi eða öðrum ótengdum Rótarý. Með öðrum orðum, virkur félagi getur ekki verið heiðursfélagi í eigin klúbbi!
Hægt er að nálgast þetta á annan hátt og veita eigin virkum félögum heiðursaðild sem er óháð RI. Til að gera þetta mögulegt gerir Polaris greinarmun á tvenns konar heiðursaðild:
- RI heiðursfélagi (samkvæmt reglum RI)
Klúbbur getur umbunað gestafélögum eða öðrum tengiliðum með því að veita viðkomandi heiðursaðild að RI. (Heiðursfélagi RI, greiðir ekki félagsgjöld til RI eða umdæmis)
- Staðbundinn heiðursfélagi (samkvæmt staðarreglum)
Þegar klúbbur veitir sínum félaga þessa heiðursaðild birtist heiðursfélagsstaða hans aðeins í Polaris. Ekki er hægt að tilkynna viðkomandi til RI sem heiðursfélaga, þar sem það brýtur í bága við reglur RI. (Greiða þarf gjöld til RI og umdæmis af staðbunnum heiðursfélögum.)
Margir rótarýfélagar skilja ekki þessa reglu. Það er hins vegar ekki á okkar valdi að breyta reglum RI. Við getum aðeins vísað þessum einstaklingum á verklagshandbókina.
Sjá einnig ítarlega grein um heiðursaðild.