Skráning gestafélaga
1. Veiting heiðursfélagaaðild RI til rótarýfélaga
Þetta er aðeins hægt til rótarýfélaga í öðrum klúbbi. (Hér aðeins lýst fyrir rótarýfélaga á Íslandi)
- Skráðu viðkomandi sem gestafélaga í þínum klúbbi. (Undir „Gestafélagar“ leitarðu eftir félaga og bætir við)
- Þá er hægt að veita viðkomandi sem heiðursfélaga. Sjá mynd til hægri.
Rótarýfélagi getur verið heiðursfélagi RI í mörgum klúbbum en ekki í eigin klúbbi. Allar heiðursfélagaskráningar eru uppfærðar hjá RI.
Ef rótarýfélaginn hættir í eigin klúbbi eða deyr, fellur heiðursfélagaðild hans sjálfkrafa niður. Gestafélagatengingin við klúbbinn fellur líka niður sjálfkrafa.
Ef rótarýfélaginn færist í annan klúbb í umdæminu, helst heiðursfélagaaðild hans virk.
Breyta félagaaðild núverandi félaga
- Þar sem rótarýfélagi í eigin klúbbi getur ekki verið heiðursfélagi RI, þá þarf að afskrá félagann með því að breyta stöðu hans í Hættir (hann er þá í raun ekki lengur rótarýfélagi).
- Eftir 24 tíma er smellt á viðkomandi sem finnst undir Hættir og stöðu hans breytt í Aðrir tengiliðir.
Þá er hægt að finna viðkomandi undir Aðrir tengiliðir og skrá hann sem heiðursfélaga.
(Ath. Veiting PH viðurkenninga er oft betri leið til að heiðra rótarýfélaga)