Láta vita af villum eða biðja um aðstoð eða nýja virkni
Höfundur skráir beiðni (ticket) og smellir á „New“ og lýsir vandamálinu. Þetta eru svæði sem þarf að fylla út svo hægt sé að vinna úr beiðninni.
- Subject = sértækt, markvisst og lýsandi texti sem einkennir vandamálið! Það þarf að vera að hægt að greina beiðnina frá þúsundum annarra!
- Description = Hvað gerðist og hvernig er hægt að sjá það gerast?
Hvaða aðgerð leiddi til vandamálsins?
Hvað varstu að gera áður en villan komu upp?
- URL = tengill á viðkomandi síðu, helst á ensku?
- Appearance? = settu skjáskot með! (afrita & líma virkar vel)
Ef upplýsingar eru ófullkomnar eða misvísandi verður beiðninni vísað aftur til þín með beiðni um lagfæringu. Vinsamlegast sparaðu þér og okkur tíma með því að gera þetta rétt og nákvæmt frá upphafi.
Þegar þú hefur skráð beiðnina þarft þú að merkja hana hana einum úr Polaris-teyminu eða landsfulltrúa þínum. Beiðni án merkts viðtakanda skila sér ekki og verður ekkert gert með. Hægt er að bæta við einstaklingum til að fyljast með (watchers) beiðninni og afgreiðslu hennar.
Núna hefur Polaris teyminu verið gert viðvart og þegar það tekur beiðnina fyrir fær það nýja stöðu:
- "In progress" - Beiðnin er áfram í vinnslu hjá Polaris teyminur. Úrvinnslan getur komið í næstu uppfærslu eða fyrirhuguð á seinni stigum.
... innleiðingin er í vinnslu, síðan ...
Það fer eftir beiðninni hveru langan tíma tekur að þú færð viðbrögð við beiðninni. Fyrir sumar beiðnir getur það jafnvel tekið nokkur ár. Það er vegna þess að við höldum öllum beiðnum til hga, jafnvel þó ekki sér reiknað með að viðbrögð við þeim skili sér í uppfærslu. Ef þú skrifa nýja athugasemd við beiðnina, þá sér Polaris teymið hana..
- "Resolved" - beiðnin er aftur vísað á þig vegna þess að vandamálið er leyst eða spurningu þinni hefur verið svarað. Vinsamlegast skráðu stöðu beiðninnar þá sem „Closed“ og taktu nafn þitt af beiðninni (ekki skráð á neinn).
- "Rejected" - beiðnin kemur aftur til þín þar sem engin uppfærla mun fara fram. Ef þú ert ekki sammála því getur þú svarað með því að seta stöðuna á "New" með skýringum og merkja hana aftur einum úr Polaris teyminu.
... þegar innleiðingu er lokið ....
Beiðnin fær þá stöðuna "Resolved" og er aftur merkt þér og þú færð sjálfvirka tilkynningu í tölvupósti. Nú þarftu að prófa virknina! Sama á við um beiðni um aðstoð þegar þér hefur verið svarað.
Ef þín prófun sýnir að villan er enn til staðar eða þú ert ekki sátt/ur með svör, getur þú skráð stöðuna „Acceptance failed" og merkt hana aftur einum úr Polaris teyminu. Málið verður þá tekið aftur upp og ákvarðað á ný. Polaris teymið getur hafnað beiðni þinni og lokað málinu með skýringu.
Ef enn meiri lagfæringar er óskað skaltu úbúa nýja beiðin til að einfalda málið og fyljast með þeirri beiðni sérstaklega.
Ef prófunin sýnir hins vegar að allt sé í lagi þá skráir þú beiðnina sem „Closed" og hefur engan skráðan ábyrgðarmann (none). Þetta er lokaferli og lokað beiðni er ekki hæt að opna aftur. Ef þörf er á því þarf að skrá nýja beiðni.
Hér getur þú hlaðið niður myndinni til hægri til að sjá hana stærri.