Það finnast fjórar mismunandi flutningsleiðir:
- Flutningur milli klúbba á Íslandi. Þ.m.t. flutningur frá rótaract klúbbi í rótarýklúbb.
- Flutningur milli klúbba sem nota mismunandi Polaris aðgang. T.d. úr sænskum klúbbi í íslenskan eða öfugt.
- Flutningur frá klúbbi erlendis sem notar annað félagakerfi í klúbb hér sem notar Polaris.
- Flutningur frá klúbbi sem notar Polaris til klúbbs erlendis eða til klúbbs sem notar ekki Polaris, t.d. frá RC Lugano (CH) til RC Milano (I) eða frá RC Lyon (Polaris F) til RC Paris (ekki Polaris F).
Flutningur skv. lið 1 framkvæmist af riturum viðkomandi klúbba og er lýst hér að neðan.
Við flutning skv. lið 2. og 3., hafið samband við kerfistjóra umdæmisins eða skrifstofu.
Í tilfelli 4., er flutningurinn gerður af ritara fráfarandi klúbbs, í beinni samvinnu við ritara komandi klúbbs. Sláðu inn nafn áfangastaðarklúbbsins handvirkt í samsvarandi glugga (t.d. RC Xxxxxxxxx).
Gestafélagar verða áfram í sínum heimaklúbbi og hægt er að bjóða þeim í aðra klúbba. Aðrir Tengiliðir geta aðeins verið skráðir í einum klúbbi.