Að flytja félaga í annan klúbb (03)

mánudagur, 29. nóvember 2021

Team Polaris

Það finnast fjórar mismunandi flutningsleiðir:

  1. Flutningur milli klúbba á Íslandi. Þ.m.t. flutningur frá rótaract klúbbi í rótarýklúbb. 
  2. Flutningur milli klúbba sem nota mismunandi Polaris aðgang. T.d. úr sænskum klúbbi í íslenskan eða öfugt.
  3. Flutningur frá klúbbi erlendis sem notar annað félagakerfi í klúbb hér sem notar Polaris
  4. Flutningur frá klúbbi sem notar Polaris til klúbbs erlendis eða til klúbbs sem notar ekki Polaris, t.d. frá RC Lugano (CH) til RC Milano (I) eða frá RC Lyon (Polaris F) til RC Paris (ekki Polaris F).

Flutningur skv. lið 1 framkvæmist af riturum viðkomandi klúbba og er lýst hér að neðan. 

Við flutning skv. lið 2. og 3., hafið samband við kerfistjóra umdæmisins eða skrifstofu.

Í tilfelli 4., er flutningurinn gerður af ritara fráfarandi klúbbs, í beinni samvinnu við ritara komandi klúbbsSláðu inn nafn áfangastaðarklúbbsins handvirkt í samsvarandi glugga (t.d. RC Xxxxxxxxx).

Gestafélagar verða áfram í sínum heimaklúbbi og hægt er að bjóða þeim í aðra klúbba. Aðrir Tengiliðir geta aðeins verið skráðir í einum klúbbi.


Flutningur undirbúinn

Flutningurinn er settur af stað af ritara heimaklúbbs viðkomandi. Réttindin, Stjórnandi félagatals, Kerfistjóri (öll réttindi) veita rétt til að framakvæma flutninginn.

Smella þarf á hnappinn HEFJA FLUTNING FÉLAGA sem finna má undir „Rótarýsamfélag“, til að hefja flutninginn.

Hefja flutning

Í næst skrefi þarf að skrá flutningsdag. Hægt er að skrá flutningsdag fram í tímann eða afturvirkt.

Aðeins er skráð í „Nýr viðtökuklúbbur utan Íslands“ við flutning skv. 2. 3. eða 4. lið.

Ef viðtökuklúbbur hefur ekki ritara skráðan fyrir yfirstandandi starfsár, þá er ekki hægt að framkvæma flutninginn!


ATH:

Á meðan flutningur félaga er á „Samþykkt“ þrepi, er notendareikningur hans óvirkur og hann/hún getur ekki skráð sig inn. Venjulega er flutningurinn fullnustaður daginn eftir og notendareikningur viðkomandi er virkjaður í nýja klúbbnum. Vertu viss um að „Yfirgaf heimaklúbb þann“ sé degi áður en Byrjaði í nýjum heimaklúbbi.

Ráðlegt er að ritarar beggja klúbba sammælist um flutninginn og betra að skrá eftir á frekar en fram í tímann. Þá klárast flutningurinn innan 24 tíma.

Skrá flutningsdagsetningu og móttökuklúbb

Tölvupóstur sendir ritari móttökuklúbbs

Þegar flutningurinn er hafinn sendir Polaris tölvupóst til ritara móttökuklúbbsins.

Tilkynning í tölvupósti

Flutningur til móttökuklúbbs kláraður

Ritari móttökuklúbbs staðfestir eða hafnar flutningnum.

Þegar flutningur hefur verið samþykktur fær ritari sendiklúbbs staðfestingu í tölvupósti um að flutningur hafi heppnast og að viðkomandi hafi gerst virkur félagi í móttökuklúbbnum. Flutningurinn er skráður yfirstaðinn í báðum klúbbum.

Ekki er hægt að breyta inngöngudegi. Hann skráist skjálfkrafa degi síðar en sendiklúbbur afskráði félagann.

Ef móttöku er hafnað fær ritari sendiklúbbs tilkynningu í tölvupósti og félaginn verður aftur virkur í sínum heimaklúbbi og flutningurinn er skráður sem hafnað á báðum stöðum.

Flutningur kláraður

Loka tilkynning

Flutningnum lýkur með tilkynningu til ritara sendiklúbbs.

ATH:

Ekki er hægt að afturkalla flutning. Eina leiðin er að flytja viðkomandi til baka. Það mun hins vegar alltaf sjást í sögu viðkomandi.

Loka tilkynning

Áhrif Misheppnaðs flutnings

Flutningur getur misheppnast af ýmsum ástæðum. Líklegasta ástæðan er að ritari móttökuklúbbs, býður ekki eftir staðfestingu og skráir viðkomandi sem nýjan félaga sem þá fær annað RI númer. Ef það gerist er flutningurinn fastur þar til upplýsingar hjá RI eru hreinsaðar. Það getur tekið langan tíma.

Ritari móttökuklúbbs verður að bíða þar til hann fær sjálfvirka staðfestingu frá sendiklúbbnum!