Staðsetningar og fundardagar

miðvikudagur, 12. maí 2021

Team Polaris

Staðsetningar = Fundarstaðir klúbbsins

Fundardagar = Reglubundnir fundardagar klúbbsins

Hver klúbbur getur skráð fleiri en eina staðsetningu og fleiri en einn fundardaga. Fundardagur hefur aðeins eina staðsetningu. Þess vegna þarf fyrst að skrá mögulegar staðsetningar áður en skráðir eru fundardagar.

Staðsetning er venjulega fundarsalir eða veitingastaður þar sem klúbburinn hittist á reglulegum fundum eða stöku sinnum. Veffundur með fasta slóð getur líka verið skráð sem staðsetning.

Staðsetning sem notuð er tilfallandi skal frekar skrá beint í viðkomandi viðburði.

Fundardagar innihalda upplýsingar eins og vikudag og tíðni reglulegra funda.

Staðsetningar

Fundardagar og staðsetningar birtast neðst á heimasíðu klúbbsins, ásamt korti og leiðarlýsingu. Ef það eru margir fundardagar, flettast þeir á 4 sekúndna fresti. Ef engir fundardagar eða staðsetningar eru skráðar eða ef þeir eru ekki tengdir saman, birtist ekkert.

Á hægri og vinstri síðu bláu myndarinn má sjá örvar til að fletta á milli fundartíma.

Staðarheiti er nægilegt sem lýsing á stað en nauðsynlegt er að skrá fullt heimilisfang til að kort og leiðarlýsing birtist.

Fundardagar

Fundardagar sýna hvenær og með hvaða tíðni reglulegir fundir eru.

Skrá þarf viðkudag og tíðni. Til viðbótar er skráður upphafs- og lokatími funda ásamt fundarstað ásamt öðrum breytum fundarins.

Ef fundir eru fyrstu viku mánaðar, velur þú „Hverja fyrstu viku“. Ef fundir eru hverja viku, velur þú Hverja fyrstu viku, aðra, þriðju, fjórðu og síðustu viku.

Ef fundir eru á á öðrum tíma eða stað t.d. á ákveðnum tíma árs, getur þú búið til tvo Fundardaga, eða útskýrt í efnisblokkinni fyrir viðkomandi furndardag.

Skráning viðburða

Þegar skráð hefur verið staðsetning og fundardagur er hægt að skrá fundi sjálfvirkt í dagatalið. Til að gera það, veldu, undir viðkomandi fundardegi, „Tengdir atburðir“ í valmyndinni.

Þar þarftu að velja tímabil sem þú vilt skrá fundina á og smelltu svo á „Búa til...“

ATH: Skráðu að hámarki fundi fyrir 6 mánaða tímabil. Ef þú skráir ekki rétt þarftu að eyða þeim hverjum fyrir sig.

Ef fundirnir eru uppfærður, uppfærast aðeins þeir sem hafa ekki verið uppfærðir handvirkt. Eyddir fundir verða búnir til á ný. Þetta gerist í bakvinnslu og vinnslan birtist eftir smá tíma. Á meðan vinnslan er í gangi birtist eftirfarandi skilaboð:

Viltu örugglega búa til/uppfæra viðburði fyrir valið tímabil. Aðeins viðburðir sem ekki var breytt handvirkt verða uppfærðir. Eyddir viðburðir verða búnir til aftur. Þetta verður gert með bakgrunnsvinnslu þannig að breytingarnar verða einungis sýnilegar eftir nokkrar mínútur.“

Til að sjá nýskráða atburði, þarftu annað hvort að smella á Leitar hnappinneða fará dagatalið. Uppfæra þarf síðuna (F5 í windows) til að atburðirnir birtist

Fundir sem svona eru skáðir hafa allir sömu skráningu, heiti, forsíðumynd og fl. Þeir birtast ekki á heimasíðunni þar sem (Sýnileiki „Efnið er birt“ er ekki hakað við). Fundir verða líka búnir til að lögbundnum frídögum ef þeir falla inn á tímabilið og þarf þá að eyða handvirkt.